Lukkan og ég

Lukkan og ég
(Lag og texti Bubbi Morthens)

Að vakna og vita
vorið komið er,
finna hita frá hendi
um háls mér,
sjá lítinn strák liggja
og ljúfan leika sér,
það er ekki einleikið
hve lífið ljúft er hér.

Að liggja og leika,
látast falla í dá,
hlusta á hláturinn,
horfa í augun blá,
burra með bílana,
báðir keyra á,
lífið er yndislegt
lukkunni hjá.

Þú mátt vera Batman,
býður kútur mér,
sjálfur er hann skrímsli
og skríðandi‘ um hann fer,
til baka kemur móður,
Mikki refur orðinn er.
Er lífið ekki djollí
ljúft hér?

Ævintýrið lifir enn,
segja augun skýr,
straumur fer um mig,
straumur sá er hlýr.
Með lítinn strák í fanginu
og við lesum ævintýr.
Það er lygilegt
en lukkan hjá mér býr.

[af plötunni Bubbi Morthens – Lífið er ljúft]