Sú rödd var svo fögur

Sú rödd var svo fögur
(Lag / texti: Jón Laxdal / Þorsteinn Erlingsson)

Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni.
Hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt sem ég unni.
Og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein.
Ó ef að þú vissir hve mikið hún kunni.

En fjarri‘ er nú söngur þinn, sólskríkjan mín,
og sumur þín vinar hin fegurstu liðin.
Hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín,
hann þráir svo ljóðin og vornæturfriðinn.
Hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín,
hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn.

[af plötunni Á Ljóðatónleikum Gerðubergs IV – ýmsir]