Siggi var úti

Siggi var úti
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Jónasson)

Siggi var úti með ærnar í haga,
allar hann hafði þær suður í mó.
Smeykur um holtin var hann að vaga,
vissi‘ hann að lágfóta dældirnar smó.
Gagg gagg gagg, segir tófan á grjóti.
Gagg gagg gagg, segir tófan á grjóti.
Gráum augunum trúi ég hún gjóti,
aumingja Siggi hann þorir ekki heim.

Aumingja Siggi var hreint engin hetja,
hélt hann að lágfóta gerði sér mein,
inn undir bakkana sig vildi‘ hann setja,
svo skreið hann lafhræddur upp undir stein.
Gagg gagg gagg, gaggnar tófan í grjóti,
gagg gagg gagg, gaggar tófan á grjóti.
Undi svo víða sá ómurinn ljóti,
ærnar að stukku sem hundeltar heim.

Þá tók hann Siggi til fóta sem fljótast,
flaug hann sem vindur um urðir og stall.
Tófan var alein þar eftir að skjótast,
ólukku kindin hún þaut upp í fjall.
Gagg gagg gagg, gaggar tófan í grjóti,
gagg gagg gagg, gaggar tófan í grjóti.
Trúi‘ ég af augum hans tárperlur hrjóti,
titrandi‘ er kom hann á kvíarnar heim.

[m.a. á plötunni Jórunn Viðar og Þuríður Pálsdóttir – Fljúga hvítu fiðrildin]