Látum sorgina sofna

Látum sorgina sofna
(Lag og texti: Ómar Diðriksson)

Leggðu‘ aftur augun þín blíða barn,
bráður dagur kveður.
Nú þegar úti er hríð og hjarn,
hlýja fangið gleður.

Gráttu eigi gullið mitt,
gæfan er mörgum í hag.
Kannski hún nefnt hafi nafnið þitt,
næst þegar vekur hún dag.

Látum sorgina sofna í nótt,
og saman við skulum biðja,
að englarnir veiti af gleðinni gnótt,
sem gjarnan er þeirra iðja.

Er dregur að degi við vonum á ný
að depurðin hvíli um stund,
að gróandi dagsins og gleðinnar ský,
gull þér færi í mund.

Látum sorgina sofna í nótt,
og saman við skulum biðja,
að englarnir veiti af gleðinni gnótt,
sem gjarnan er þeirra iðja.

[af plötunni Karlakór Rangæinga, Ómar Diðriksson og Sveitasynir – Öðruvísi en áður]