Friður [2]

Friður [2]
(Lag og texti: Ómar Diðriksson)

Langan veg
keyri ég
bjarta sumarnótt.

Ég tunglið sé,
tún og tré
og vind sem hvíslar hljótt.

Geymdu það sem færðu á augastað
og hug þinn fyllir þrá.
Horfðu inn í heiðskiran himininn
þá paradís þú munt sjá.

Lækjarnið
og næturfrið
ber að hlustum mér.

Ég staldra við
og gleymi öllum bæjarklið
því vindurinn segir mér.

Geymdu það sem færðu á augastað
og hug þinn fyllir þrá.
Horfðu inn í heiðskíran himininn
þá paradís þú munt sjá.

[af plötunni Karlakór Rangæinga, Ómar Diðriksson og Sveitasynir – Öðruvísi en áður]