Segðu mér satt [2]
Lag og texti: Ómar Diðriksson)
Komdu nú sæll.
Hvað segirðu gott?
Hvernig er heilsan
hjá þér í dag?
Hvað er svo títt,
er kaupið þitt gott?
Og brjálað að gera
hjá þér í dag.
Segðu mér satt í dag.
Segðu mér satt í dag.
Segðu mér hvernig þér líður.
Segðu mér satt í dag.
Ertu ekki góður, kátur og hress?
Hvernig er formið hjá þér í dag?
Ertu ekki langbestur?
Ertu ekki langbestur?
Segðu mér,
myndirðu segja að
einhver sé betri en þú í dag?
Segðu mér satt í dag.
Segðu mér satt í dag.
Segðu mér hvernig þér líður.
Segðu mér satt í dag.
[af plötunni Karlakór Rangæinga, Ómar Diðriksson og Sveitasynir – Öðruvísi en áður]