Uppörvun

Uppörvun
(Lag / texti: erlent lag / Ómar Diðriksson)

Þó þungir þankar herji að
ert þú ei öllum horfin,
því gleðin sem er geymd í þér
er engum manni gleymd.

Og dag einn aftur léttir lund
og frá er sorgarstundin.
Sýndu vilja og reyndu‘ að skilja,
gefðu sálu þinni frið.

Segðu aldrei nei við því
sem hjarta þitt vill kæta
og reyndu enn á ný
að gefa tárum þínum frið.

Lítið bros og eða hlátur,
eigðu von og vertu káti.
Sýndu vilja og reyndu að skilja,
gefðu sálu þinni frið.
Sýndu vilja og reyndu að skilja,
gefðu sálu þinni frið.

[af plötunni Karlakór Rangæinga, Ómar Diðriksson og Sveitasynir – Öðruvísi en áður]