Hinn nýi íslenski þjóðsöngur

Hinn nýi íslenski þjóðsöngur
(Lag og texti: Sverrir Stormsker og Þórður Magnússon)

Þorskurinn, Ingólfur, Grettir og Glámur,
Gullfoss og Þingvellir, hundurinn Sámur,
Eyvindur, Halla og Laxness og landinn,
lúsin og Fjallkonan, efnahagsvandinn,

Geysir og sápan, Gunnar og Mjölnir,
glíman og paparnir, Jónas og Fjölnir,
Vigdís og Erró og þreyjandi þorri,
Þórður og Sverrir og víðlesinn Snorri,

hvalveiðar, lýsið og heimskan og álið,
handritin, vísan og ylhýra málið,
gaddfreðnir jöklar og bugður og bungur,
bönnin og Hekla og eldanna tungur,
andrúmsloft, norðurljós, ærin og vatnið.
það er ekkert orð sem rímar við vatnið.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hinn nýi íslenski þjóðsöngur]