(Lag / texti: Þormóður Eiríksson og Gauti Þeyr Másson / Gauti Þeyr Másson)

Set á mig kúrekahatt og ég sest upp í Audi.
Þessum seðlum er svo kalt að þeir eru bláir.
Ég er farinn eins og hárið
en þrái samt bara að komast heim til mín.
Þetta líf er eins og lélegt grín,
ég rappa til að fæða og klæða börnin mín.

Man þegar ég hitti á þig fyrst
og við vorum allir eitthvað „vá“.
Þegar ég náði fyrst inn, og þegar ég náði fyrst langt.
Ég átti ekki shit, síðan átti ég smá
og núna er bókstaflega peningur í öllum gallabuxum sem ég á.

Ó vá…

Hardcore vinna, engin heppni,
borða frítt eins og vistmenn á Kleppi.
Þetta er ekki risastór Audi,
þetta er bara fjölskyldujeppi.
Þúsund ár síðan þetta var keppni.
Þetta er lífið mitt, allt sem ég þekki.
Vil slaka á einn undir teppi
því þegar ég hósta þá skrifa þeir fréttir.

Man þegar ég hitti á þig fyrst
og við vorum allir eitthvað „vá“.
Þegar ég náði fyrst inn, og þegar ég náði fyrst langt.
Ég átti ekki shit, síðan átti ég smá
og núna er bókstaflega peningur í öllum gallabuxum sem ég á.

Ó vá…

Fjölskyldan er lífið mitt,
reyna að blokka út bullið í kringum mig,
vakna þegar ég vil,
geri það sem mér sýnist
en vil vera á fullu í vinnunni.
Enga helvítis leti nei,
ég dríf mig á lappir
því ég á þrjú börn,
vil skilja eftir stafla af pappír
fyrir Oliver, Stellu og Apríl.

[af plötunni Emmsjé Gauti – Bleikt ský]