Bleikt ský

Bleikt ský
(Lag / texti: Þormóður Eiríksson og Gauti Þeyr Másson / Gauti Þeyr Másson)

Engar skyldur svo ég vakna vel.
Engin vinna í dag svo það er Eymundsson og hanastél.
Taktu símann upp, gerðu mér greiða og ýttu á calendar
því hef bókstaflega enga hugmynd hvaða dagur er
svo ég flýt bara með.

Ég veit að ég læt eins og trúður
en ég læt ekki stjórnast eins og strengjabrúður.
Ég flassa á þessum bíl þegar það er rúntur
en þú sérð ekki börnin, ég er með dökkar rúður.

Ég veit ég lifi góðu lífi,
ef ég pósta ekki í viku veistu að ég er í fríi.
Ég er svífandi um á bleiku skýi,
allt sem að ég geri hljómar eins og lygi.
Ég veit ég lifi góðu lífi,
ef ég pósta ekki í viku veistu að ég er í fríi.
Ég er svífandi um á bleiku skýi,
allt sem að ég geri hljómar eins og lygi.

Ég er svo frosinn,
Schwarzenegger í Batman og Robin.
Ég hef notað seðla síðan að ég kom mér á kortið.
Þeir hræðast fallið en halda ekki hita eins og lopi
svo þeir skálda eins og Laxness, og þeir ljúga eins og Gosi.

Engar skyldur svo ég vakna vel.
Ég hef alltaf verið villtur náungi en ég rata vel.
Gerðu mér smá greiða, ekki opna þetta calendar
því mér er nákvæmlega sama hvaða dagur er.

Ég veit ég lifi góðu lífi,
ef ég pósta ekki í viku veistu að ég er í fríi.
Ég er svífandi um á bleiku skýi,
allt sem að ég geri hljómar eins og lygi.
Ég veit ég lifi góðu lífi,
ef ég pósta ekki í viku veistu að ég er í fríi.
Ég er svífandi um á bleiku skýi,
allt sem að ég geri hljómar eins og lygi.

[af plötunni Emmsjé Gauti – Bleikt ský]