Þrá

Þrá
(Lag / texti: Þormóður Eiríksson og Gauti Þeyr Másson / Gauti Þeyr Másson)

Hvernig mun ég loksins kynna mig,
um það bil þúsund ár að finna þig.
Skrítið að ég þurfti dauðaleit
til þess að enda lifandi.
Ég var ráfandi um hverfið.
Bundið fyrir augun, var að leita af þér.
Til hvers að byggja upp veldi
ef ég hef engan til að deila því með?

Já þetta er allt sem ég vil.
Já þetta er allt sem ég vil.
Já þú ert það sem ég hef alltaf þráð.
Já þetta er allt sem ég vil.
Já þetta er allt sem ég vil.
Já þú ert það sem ég hef alltaf þráð.

Hverju var ég að leita að?
Orðið sorglegt, já ég meina það.
Ég var löngu búinn að sætta mig
við það að enda einmana.
Ég var ráfandi um bæinn
með bundið fyrir augun, var að leita af ást
Sem betur fer varst þú þar
því núna þarf ég ekki lengur að þjást.

Já þetta er allt sem ég vil.
Já þetta er allt sem ég vil.
Já þú ert það sem ég hef alltaf þráð.
Já þetta er allt sem ég vil.
Já þetta er allt sem ég vil.
Já þú ert það sem ég hef alltaf þráð.

[af plötunni Emmsjé Gauti – Bleikt ský]