Nike

Nike
(Lag / texti: Björn Valur Pálsson og Gauti Þeyr Másson / Gauti Þeyr Másson)

Ég eyddi engu í dressið sótti það upp í Nike,
þú ert eins og lax og eyðir lífinu í læk.
Ég væri líka reiður ef ég væri ekki læs,
konan þín er andfúl og mamma þín tæp.
Sorry með mig, sorry hvernig ég læt,
ég kom inn á barinn, tók í mækinn og bæ.
Fer stundum út á bretti en ég stunda ekki slæd,
ég hef alltaf verið villtur viltu redda mér guide.

Nenni ekki að tala um föt og skartgripi,
tölum um bíla börn og fasteignir.
Tölum um hluti sem ég þarf ekki,
þeir vilja kaupa á mér andlitið.
Ég er Mr.Clean ég er með allt á tæru.
Ég ligg á góðu efni eins og barn á gæru.
Þú vilt láta flokka þig með svaka gæjum
en vinir þínir segja að þú sért bara tæpur.

Ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik, já mafakka.
Ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik, já mafakka.
Drullaðu þér,
drullaðu þér útaf.
Drullaðu þér,
drullaðu þér útaf.
Ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik, já mafakka.

Show á eftir showi, þarf að borða,
safna þessu saman, þarf að eiga vetrarforða.
Segist eiga peninga, segist eiga cash
en verður alltaf brók eins og nærbuxur að norðan.
Taugatrekkjandi tíminn tikkar og tifar,
samdi þetta vers áður en ég lærði að lifa.
Ég sagði rólex þetta er vitleysa en
keypti mér svo allan þennan tíma niðri í Michelsen.

Ég væri til í minni bumbu en það er bara græðgi,
ég er með rosalegan booty, ég er með svaka læri.
Þetta er ekki allt minn bolli en ég fatta dæmið,
farðu áður en ég byrja ef þú hatar læti.
Andskotinn hafi þetta bölvaða rapp,
ég er hættur að smóka en vil samt lögleiða það.
Ég get ekkert í körfu en þeir sem vita vita
að ég er baller og ég skora alltaf þriggja stiga.

Ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik, já mafakka.
Ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik, já mafakka.
Drullaðu þér,
drullaðu þér útaf.
Drullaðu þér,
drullaðu þér útaf.
Ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik,
ég er að spila þennan leik, já mafakka.

[af plötunni Emmsjé Gauti – Bleikt ský]