Hvað fékkstu í jólagjöf?

Hvað fékkstu í jólagjöf?
(Lag / texti: erlent þjóðlag / Jónas Friðrik Guðnason)

Eftir jólin
aftur byrjar skólinn,
öll á vettvang þyrpast krakkagrey.
Bera saman
bækur, það er gaman,
skólabækur eru það þó ei.
Æpa fyrir utan töf
öll; hvað fékkstu í jólagjöf?
Ég fékk hest, ég fékk hund,
ég fékk pest, ég vil hund.
Ég vil allt – og miklu meir.
Ég fékk, ég fékk
hníf sem bítur,
byssu sem að skýtur
beint og langt og drepur hvað sem er,
orð í eyra, augnaráð frá Geira,
afganginn af sálinni í þér.

Undanbrögð í einni röð,
undirskrifuð tékkablöð.
Álver tvö, ylver þrjú
eða sjö – meira en þú.
Ég fékk land, ég fékk sjó.
Ég fékk allt – en samt ei nóg,
ég fékk, ég fékk
Jesúmynd og jólakort frá Stínu.
Jesú minn, hvað Stína er gamaldags.
Fékk um daginn meiri magapínu,
magapínan batnar ekki strax.

Fékk ég marga holu í tönn,
hér var jólagleði sönn.
Ég fékk hjól, ég fékk bíl,
ruggustól, faxafíl,
ég fékk þig, þú fékkst mig,
ég fékk, ég fékk…
 
[m.a. á plötunni Ríó tríó – Gamlir englar: sígildir á jólum]