Kvöld
(Lag / texti: Sigfús Einarsson / Steingrímur Thorsteinsson)
Sjáið hvar sólin hún hnígur.
Svífur að kvöldhúmið rótt.
Brosir hún blítt er hún sígur.
Blundar senn foldar heims drótt.
Heyrið þér klukku, hún klingir við lágt,
kallar í húsin til aftansöngs brátt.
Klukka, ó, fær oss nú fró,
friðinn og heilaga ró.
Drottinn! Er dagsfagur ljómi
deyr burt og hylst vorri sýn,
lyftist með aftansöngsómi
önd vor og hrópar til þín.
Ljósanna faðir! Í ljósi sem býr
ljóð vorrar bænar í hæð til þín snýr.
Skugginn, er skyggir öll ból,
skjöldur oss vert þú og sól.
[engar upplýsingar um útgefnar plötur]