Fiskimannaljóð frá Capri

Fiskimannaljóð frá Capri
(Lag / texti: erlent lag / Friðjón Þórðarson)

Er við Caprí að ægi sígur hin gullna sól
Og hinn silfraði máni glottir frá himinstól,
róa sjómenn til fiskjar fram á hlið bláa haf
Og þeir fella sín net við öldunnar ljósatraf

Stjörnuskarinn á himni lýsir þeim leifturhreinn
Öll þau ljósmerki þekkir farmaður hver og einn
og frá einum bát til annars hljómar þá
vítt um haf söngur sá:
Unga, fagra ástkæra mey,
Ver mér trú,- heim að morgni flýtur fley.
Unga, fagra ástkæra mey,
Ó, gleym mér ei.

[m.a. á plötunni Leikbræður – Leikbræður]