Ertu nú ánægð?

Ertu nú ánægð?
(Lag / texti: erlent lag / Þrándur Thoroddsen)
 
Ertu nú ánægð áttræð
og komin á Grund,
á dánarfregnir þú hlustar með hægð
og hugsar um liðna stund.

Manstu hve mamma var þakklát
er Mogens í vist þig réð
við uppvask og ungbarnagrát
þú ánægð gekkst Jónsa með.

Og Mogens gifti þig Gvendi
sem gaf þér svo ellefu börn.
Já sjálfur Mogens þér sendi
svoddan traust og vörn.

Svo eftir ellefta barnið
af ánægju Gvendur dó,
hann var útslitinn aumingja skarnið,
orðinn mesta hró.

Alla tíð ánægð þá upp komstu börnunum sjálf.
Þú ellilaunin nú lætur með hægð til litla Gvendar – hálf.

Þú yrðir nú ánægð
eftir þitt bónusnauð
að finna einhverja veraldarvægð
og vera bara dauð.

[af plötunni Áfram stelpur – úr söngleik]