Á hverju lifa menn?

Á hverju lifa menn?
(Lag / texti: erlent lag / Böðvar Guðmundsson)

Þið kennið okkur kroppinn vel að sveigja,
hve klókum augnagotum beita skal,
en mat í okkur fyrst þið skuluð fleygja,
þá fyrst er unnt að hefja þvílíkt tal.

Þið dýrkið vora aumu smán og ykkar girnd
en eitt að sönnu heyra megið þið,
að hversu sem þið fellið á oss falska mynd,
fyrst kemur maginn, næst er siðferðið.

Fyrst verða þeir, sem eru rúnir auði,
að öðlast mola af hinu stóra brauði.

Á hverju lifa menn? Á því að éta
frá öðrum mönnum, myrða, ræna og þrælka í senn.
Því aðeins lifa menn, að gleymt þeir geta
svo gjörsamleg að þeir teljast menn.

Því fotakslaust má segja um sérhvern mann,
á sóðaverkum einum blómstrar hann.

[af kassettunni Vísnavinir – Vísnakvöld II: 1980]