Við hér í sveitinni

Við hér í sveitinni
(Lag / texti: Egill Ólafsson, Þórður Árnason og Stuðmenn / Egill Ólafsson, Þórður Árnason og Jakob F. Magnússon)

Við hér í sveitinni vitum það innst inni
og finnst það andskoti skítt
að sá á kvölina sem flyst á mölina
og þarf að byrja‘ upp á nýtt.

Þeir leita‘ á náðir Félagsmálastofnunar.
Það sýnir ekki nokkur sála samúð þar.

Þið minna megandi og ekkert eigandi annað en rótnöguð lönd,
þið skuluð vita samt að okkur er það tamt að rétta hjálpandi hönd.

Við sendum einlægt bréf til Byggðastofnunar
en það var heldur enga tryggð að finna þar.

Hér þarf endurbóta við, burt með eldri sjónarmið.
Hér þarf nýja menn í störf, oft var nauðsyn, nú er þörf.
Ráðum Guðmund, son hans Svans, ásant Svönu konu hans.
Það er alveg gráupplagt, þau gera það sem þeim er sagt.

Að vera‘ á framfæri í þessu góðæri nær ekki nokkurri átt.
Þið gætuð unnið við til dæmis íshúsið, jafnvel þótt kaupið sé lágt.

Þeir leita‘ á náðir Félagsmálastofnunar.
Það sýnir ekki nokkur sála samúð þar.

Hvað með Júgóslavana? Og alla Víetnamana?
Fólk sem er nógu illa sett tekur það sem því er rétt.

[af plötunni Stuðmenn – Hvílík þjóð]