Angantýr

Angantýr
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir og Stuðmenn / Þórður Árnason og Egill Ólafsson)

Dagurinn í dag, þetta er hann,
dagurinn sem ég eignast mann
og allt sem ég hef látið mig dreyma um
hef ég hér og nú, nánast í höndunum.

Einmitt þennan mann vildi ég fá,
bráðum heyrist hann segja já,
en nú þegar ég alsæl inn gólfið líð
þá reynist hann ekki mættur í tæka tíð.

Angantýr, langar þig ekkert til
að hitta mig við altarið?

Angantýr minn á stundum til
að gleyma stað og stund, sem ég skil
svo ósköp vel, hann er dálítill smábófi
og hann drekkur soldið en aldrei í óhófi.

Angantýr, langar þig ekkert til
að hitta mig við altarið?
Angantýr, elskan mín,
gestirnir þeir fara að verða undrandi.

Af hverju man ég ekkert af því lengur?
Himinn, haf og landið, það kom síðar,
allt er umbreytt, fjöllin eru hærri,
óljós orðin eru þó svo nærri.
Tíminn lokar veruleikann inni
þó ekkert hafi ennþá haggað sannfæringu minni,
bláminn, gatan, húsin sem þar standa
og flöktandi mannfólk líður þar um stræti,
handapat og læti, handapat og læti.
Þó lítið hafi unnist nema þægilegri sæti
en áfram líður nýr og fyrri tími
og sauðsvart er myrkrið eins og gamall sími
sem hringir og hringir, það er eins og gengur
en af hverju man ég ekkert orðið lengur?
En af hverju man ég ekkert orðið lengur?
En af hverju man ég ekkert orðið lengur?

Angantýr, Angantýr,
Angantýr sýndu nú hvað í þér býr.
Angantýr, elskan mín,
gestirnir þeir fara að verða undrandi.
 
[af plötunni Stuðmenn – Hvílík þjóð]