Íslensk fyndni

Íslensk fyndni
(Lag / texti: Egill Ólafsson / Þórður Árnason, Jakob F. Magnússon og Egill Ólafsson)

Þetta‘ er a ha ha, þetta‘ er í hí hí,
þetta‘ er o ho ho, þetta‘ er skirilíbí,
þetta‘ er ansi gott, þetta‘ er ágætis grín,
þetta‘ er skondið vel, þetta höfðar til mín.

Íslensk fyndni – rammíslenskt grín.

Þetta‘ er a ha ha, þetta‘ er í hí hí,
þetta‘ er o ho ho, þetta‘ er skirilíbí,
þetta‘ er ansi gott, þetta‘ er ágætis grín,
þetta‘ er skondið vel, þetta höfðar til mín.

Íslensk fyndni – rammíslenskt grín.
Íslensk fyndni – rammíslenskt grín.

Við Íslendingar eigum góða brandara,
einkum þó og sér í lagi vandaða.
En best af öllu þykir okkur þjóðlegt grín,
ég meina þjóðlegt spaug,
sem þarfnast engra nákvæmra útskýringa.

Þetta‘ er a ha ha, þetta‘ er í hí hí,
þetta‘ er o ho ho, þetta‘ er skirilíbí,
þetta‘ er ansi gott, þetta‘ er ágætis grín,
þetta‘ er skondið vel, þetta höfðar til mín.

Íslensk fyndni – rammíslenskt grín.

Hver rífur svona langan fisk úr soðinu?
Át ég keppinn, Jóhannes, í boðinu?
Botninn, hann er suður‘ í Borgarfirðinum.
Svo báru þeir inn sólskinið í húfunum.

Þetta voru fáein dæmi um þjóðlegt spaug, heillin mín,
nokkur dæmi um hnitmiðað, græskulaust grín.

Íslensk fyndni – rammíslenskt grín.
Íslensk fyndni – rammíslenskt grín.

Þetta‘ er a ha ha, þetta‘ er í hí hí,
þetta‘ er o ho ho, þetta‘ er skirilíbí,
Þetta‘ er a ha ha, þetta‘ er í hí hí,
þetta‘ er stólpagrín sem ég skil ekkert í.
Þetta‘ er a ha ha, þetta‘ er í hí hí,
þetta‘ er o ho ho, þetta‘ er skirilíbí,
Þetta‘ er a ha ha, þetta‘ er í hí hí,
þetta‘ er stólpagrín sem ég skil ekkert í.

[af plötunni Stuðmenn – Hve glöð er vor æska]