Ég verð að prófa þetta aftur

Ég verð að prófa þetta aftur
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Þórður Árnason)

Er það sem mér sýnist, er sólin komin upp og næstum orðið bjart?
Ég trúi þessu varla, hvernig getur klukkan verið svona margt?
Hann gaf mér kók og sleikjó í aftursætinu, nú er ég alveg friðlaus.
Ég ætla‘ að prófa þetta aftur, þetta‘ er æðislega gott.
Ég ætla‘ að prófa þetta aftur, þetta‘ er svo ógeðslega gott.

Ég er búin að vera á fullu í alla nótt en er samt ekkert þreytt.
Er þetta‘ ekki skrýtið, ég virðist ekki lengur þurfa að sofa neitt?
Hann gaf mér kór og gúrku í aftursætinu, nú er ég alveg friðlaus.
Ég ætla‘ að prófa þetta aftur, þetta‘ er æðislega gott.
Ég ætla‘ að prófa þetta aftur, þetta‘ er svo ógeðslega gott.

Þetta‘ er öldungis óskiljanlegt,
ég hef aldrei neitt annað eins þekkt,
ég er orðin þetta líka litla hress og fín,
þetta hljóta að hafa verið einhvers konar vítamín.

Hann gaf mér kór og gúrku í aftursætinu, nú er ég alveg friðlaus.
Ég ætla‘ að prófa þetta aftur, þetta‘ er æðislega gott.
Ég ætla‘ að prófa þetta aftur, þetta‘ er svo ógeðslega gott.
Ég ætla‘ að prófa þetta aftur og aftur.
Ég ætla‘ að prófa þetta aftur, þetta‘ er æðislega gott.
Ég ætla‘ að prófa þetta aftur, þetta‘ er svo ógeðslega gott.
Þetta‘ er ógeðslega gott.

[af plötunni Stuðmenn – Hve glöð er vor æska]