Hingað og ekki lengra

Hingað og ekki lengra
(Lag / texti: Stuðmenn)

Mig langar oft á síðkvöldum að lyfta mér á kreik,
þá labba ég niður‘ á hverfispöbbinn minn,
en finnist mér ég ætla að bregða of mikið á leik,
þá hugsa ég:
Hingað og ekki lengra,
nei ómögulega takk, þetta‘ er alveg passlegt,
hingað og ekki lengra,
nei ómögulega takk, ég tek enga sjansa.

Ef hangi ég á barnum meira‘ en hálftíma í senn
þá hýru auga litið er til mín
en ég kannast allt of vel við hvernig konur leika menn,
ég segi:
Hingað og ekki lengra,
nei ómögulega takk, þetta‘ er alveg passlegt,
hingað og ekki lengra,
nei ómögulega takk, ég tek enga sjansa.

Þú, sem varst svo fjöllyndur, frjáls og til í allt,
mér finnst ég varla þekkja þig.
Hvað er að? Svona út með það.

Sóló

Um daginn bauð hún Alla Gunna mér til Mílanó,
við mættum galvösk suður‘ í Keflavík.
Við innganginn á Aldísi fannst mér alveg komið nóg,
ég hrópaði:
Hingað og ekki lengra,
nei ómögulega takk, þetta‘ er alveg passlegt,
hingað og ekki lengra,
nei ómögulega takk, ég tek enga sjansa.
Hingað og ekki lengra,
nei ómögulega takk, þetta‘ er alveg passlegt,
hingað og ekki lengra,
nei ómögulega takk, ég tek enga sjansa.
 
[af plötunni Stuðmenn – Hve glöð er vor æska]