Víetnam

Víetnam
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Þórður Árnason)

Ein á báti, úti‘ á sjó,
í átt frá landi sigli ég,
eyjan þar sem ég áður bjó
er óbyggileg.

Þeir gáfu mér von um góðan hag
og gott og fallegt heimili,
ég þyrfti sko ekki að þrífa og skúra
þrettán tíma á dag.

Ó ó ó, mig langar heim,
ó ó ó, mig langar heim,
já aftur heim.

Til Víetnam, heim til Ho Chi Minh,
til Víetnam, í heilnæm hrísgrjónin.

Það dregur ekki úr mér mátt
þótt Atlantshaf sé djúpt og kalt,
ef ég ræ í rétta átt
þá reddast allt.

Mig valdi karl úr katalók
fyrir kvenmannslausa mörlanda,
að elska og þjóna þeim örlagadóna
var illa launað starf.

Ó ó ó, mig langar heim,
ó ó ó, mig langar heim,
já aftur heim.

Til Víetnam, heim til Ho Chi Minh,
til Víetnam, í heilnæm hrísgrjónin.
Já til Víetnam, heim til Ho Chi Minh,
til Víetnam, í heilnæm hrísgrjónin.

Og ef sjóræningjar taka mig
í Tonkinflóamynninu
ég þarf ekki að flýja,
það er búið að rýja
mig inn að skinninu.

Ó ó ó, mig langar heim,
ó ó ó, mig langar heim,
já aftur heim.

Heim til Víetnam, heim til Ho Chi Minh,
til Víetnam, í heilnæm hrísgrjónin.
Til Víetnam, heim til Ho Chi Minh,
til Víetnam, í heilnæm hrísgrjónin.
Til Víetnam, heim til Ho Chi Minh,
til Víetnam, í heilnæm hrísgrjónin.
Til Víetnam, heim til Ho Chi Minh,
til Víetnam, í heilnæm hrísgrjónin.

[af plötunni Stuðmenn – Hve glöð er vor æska]