Brattabrekka

Brattabrekka
(Lag / texti: Egill Ólafsson)

Ég er sjúkt, smá smá sjúkt,
ég er bæði hart og mjúkt,
ég er svangt, smá smá svangt,
ég er rétt og ég er rangt.

Ég er frekt, smá smá frekt,
fyrirbæri undarlegt,
ég er feitt, smá smá feitt
og aldrei skal því verða breytt.

Ó hve ég þrái þig og mikið dái‘ ég mig.

Ég er smátt, smátt, smátt, smátt,
ég er heiðvirt, ég er flátt,
ég er allt, allt, allt, allt,
ég er súrt og ég er salt,
en ég vil, já ég vil,
ég vil lifa‘ og vera til,
litla stund, smá smá stund,
ofur ofboðslitla stund.

En lífið það er brattabrekka endalaust,
já upp í mót, já upp í mót,
já upp í mót, já upp í mót,
vetur, sumar, vor og haust.

Ég var ungt, smá smá ungt,
ég var tra la la la la,
ég var frat, smá smá frat,
ég var fum, og ég var pat,
ég var smátt, smá smá smátt,
ég var smátt en hafði hátt,
ég var ljótt, smá smá ljótt,
en það vandist furðu fljótt.

Og lífið það var brattabrekka endalaust,
já upp í mót, já upp í mót,
já upp í mót, já upp í mót,
vetur, sumar, vor og haust.

Já lífið það er brattabrekka endalaust,
já upp í mót, já upp í mót,
já upp í mót, já upp í mót,
vetur, sumar, vor og haust.
Já lífið það er brattabrekka endalaust,
já upp í mót, já upp í mót,
já upp í mót, já upp í mót,
vetur, sumar, vor og haust.

 [af plötunni Stuðmenn – Hve glöð er vor æska]