Auga fyrir auga

Auga fyrir auga
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason og Jakob F. Magnússon)

Enginn nema ég hefur elskað jafn mikið,
enginn nema ég beið afhroð fyrir vikið.
Allir nema ég eru að njóta þín í óða önn,
auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

Enginn nema þú hefur angrað mig jafn mikið,
enginn nema þú hefur narrað mig og svikið.
Hatrið magnast upp og hjartað slær í óða önn,
auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

Sóló

Enginn nema ég hefur elskað jafn mikið,
enginn nema ég beið afhroð fyrir vikið.
Allir nema ég eru að njóta þín í óða önn,
auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

[af plötunni Stuðmenn – Hve glöð er vor æska]