Ég finn það

Ég finn það
(Lag / texti: Egill Ólafsson og Stuðmenn / Þórður Árnason og Egill Ólafsson)

Það er eitthvað að naga mig að innan og það plagar mig,
ég lít hér tóma spillingu, líf mitt vantar fyllingu,
hífðu, hífðu mig upp.
Ég lofa því að lofa þig, guð minn, ef þú gerir mig
klárari í kollinum, kemur mér úr sollinum,
hífðu, hífðu mig upp.

Ég finn það, ég finn það, ég finn það,
hann togar, hann togar og togar,
ég lyftist, ég lyftist og lyftist,
nú svíf ég – þetta‘ er einum of hátt.

En hvað er ég nú kominn í, hver er það sem veldur því,
ég er orðinn miklu feitari, agalegur streitari,
slepptu, slakaðu á.

Líf mitt það er allt í hnút, það skúfuðu mér allir út:
systkinin í Kinninni, vinirnir í vinnunni,
taktu þennan kaleik frá mér.

Ég finn það, ég finn það, ég finn það, hann togar,
hann togar og togar mig
neðar og neðar og norðar og niður,
niður‘ á botninn á ný.

Þetta gerir ekkert til,
það gengur bara betur næst.
Þetta gerir ekkert til,
það getur ennþá úr þér, getur ennþá úr þér ræst.

sóló

Ég finn það, ég finn það, ég finn það, hann togar,
hann togar og togar mig
neðar og neðar og norðar og niður,
niður‘ á botninn á ný.

Þetta gerir ekkert til,
það gengur bara betur næst.
Þetta gerir ekkert til,
það getur ennþá úr þér, getur ennþá úr þér ræst.
Þetta gerir ekkert til,
það gengur bara betur næst.
Þetta gerir ekkert til,
það getur ennþá úr þér, getur ennþá úr þér ræst.

[af plötunni Stuðmenn – Hvílík þjóð]