Grái fiðringurinn

Grái fiðringurinn
(Lag / texti: Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Jakob F. Magnússon)

Ég finn hann í hælnum, ég finn hann í tánum,
ég finn hann í kálfanum, ég finn hann í hnjánum,
ég finn hann í lærunum, ég finn hann í náranum.
– Hvað getur það verið, hvur í fjáranum?

Hann kemur á morgnana og seint á kvöldin,
hann sviptir mig tórunni, tekur af mér völdin,
ég byrja að nötra, ég kólna og svitna,
því ég er á fullu – er á fullu
– hef aldrei getað dansað.

Hann er með fiðringinn, gráa fiðringinn.
Hann er með fiðringinn, gráa fiðringinn.

Hvernig getur staðið á því
að maður á besta aldri
í nokkur góðu starfi,
hvernig getur staðið – á því?

Ég finn hann í kviðnum, ég finn hann í bakinu,
ég finn hann í hnakkanum, ég finn fyrir takinu,
ég kólna, ég svitna, ég ek mér í hvítu lakinu.

Hvað getur það verið? Hvur í fjáranum?
Og ég sem hef aldrei getað dansað.

Hann er með fiðringinn, gráa fiðringinn.
Hann er með fiðringinn, gráa fiðringinn.

Hm, hvernig getur staðið á því
að maður á besta aldri
í nokkur góðu starfi,
hvernig getur, getur, getur staðið – á því?

Hann er með fiðringinn, gráa fiðringinn.
Hann er með fiðringinn, gráa fiðringinn.
Hann er með fiðringinn, gráa fiðringinn.
Hann er með fiðringinn, gráa fiðringinn.
Hvað er svona merkilegt við það?

 [af plötunni Stuðmenn – Grái fiðringurinn]