Dóra

Dóra
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Halldór Gunnarsson)

Dóra ég veit þú vakandi ert
Dóra, segðu mér hvað hef ég gert
því vel ég finn á okkur skælda skugga
skreiðast inn um sálarglugga
þótt fæst ég nu muni,
ég finn það alltof vel.

Dóra, ekki segja mér allt,
Dóra, þetta andvarp þitt er jökulkalt,
allar þessar sálþrengingar
þróa með sér heitstrengingar
en gráleitir morgnar gleymast alltof fljótt.

Eins konar álög sitja
um minn innri mann,
ég man þú elskaðir hann.
Hann hvarf inn í kyrrlátt skot,
kúrir þar og bíður
að aftur gefist friður.

Dóra, ég lofa engu upp á nýtt
Dóra, það hefur aldrei nokkuð þýtt,
mín eigin ráð þau reynast fölsk og login,
rænan alltaf jafnskjótt flogin.

Veit þetta allt
en samt skil ég ekki neitt.

[af plötunni Pálmi Gunnarsson – Hvers vegna varstu‘ ekki kyrr]