Bangsi minn

Bangsi minn
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Er ung ég var,
af öllum heima dáð,
hann afi færði áheit mér,
slíkt óskaráð.
Hann Banga Bangsason,
er ég í hljóði hafði þráð.

Bangsi litli langa tíð
leikbróðir minn var.
Margan daginn út og inn
ég á örmum mér hann bar.
Eins og systkin vorum við
þó væri hann af ull.
Við áttum saman sorg og lán
og hin sömu barnagull.

Og húmkvöld löng
við hvíldum saman vær.
Í veröld enginn vinur mér
þá var svo kær.
Hann Bangsa Bangsason
mitt barn að arfi síðar fær.

Bangsaleik ég margan man:
Mat ég honum fann.
Skipti bleyjum, bjó upp rúm,
og svo baðaði ég hann.
Svæfði hann með söng og bæn,
og svefninn okkur bar
hratt á væng um lög og láð
sem lífið draumur var.
Bangsi Bangsason
mér bætti hverja runa.
Góðvild sína, glaðvært bros,
hann mér galt í fósturlaun.

[af plötunni Hanna Valdís – Tólf ný barnalög]