Afakvæði

Afakvæði
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)

Ég fór upp til himna að hitta hann afa minn
og hann var svo frískur og alsæll með líkamann sinn.
Hann kenndi mér kvæði
í kyrrð og í næði.
Við gengum um heilagan himininn.

Svo lærði ég kvæðin og afi minn eldaði mat
og auðvitað fékk ég að borða eins vel og ég gat,
svo sungum við saman,
að syngja var gaman
en heima hjá afa svæ sæl ég sat.

Og svo fór að rökkva, við ræddum um þetta og hitt,
í rökkrinu sýndi hann afi mér heimilið sitt,
þá las hann úr ljóðum
svo ljúfum og góðum,
ég rólega lagðist í rúmið mitt.

Ég vakna, þá sé ég hve heillandi himinninn er,
ég hugsa um afa, ég veit hann mig daglega sér.
Nú kann ég hans kvæði
að kveða í næði
og afi minn hann er í huga mér.

[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]