Afi minn og amma

Afi minn og amma
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Ég ætla mér að yrkja ljóð um afa minn í dag
og ömmu mínni líka ég helda þennan brag.
Þau eru bæði gömul og góðhjörtuð og blíð,
þó geti milli þeirra hafist stríð.
Og þegar afi kemur inn,
segir amma kannski: Góði minn,
æ, þú gætir þurrkað forina af fótum þér,
það furðulegt er – hvað þú býður mér.
Ég þvoði gólfið hreint í gær,
og gigtin liggur niðrí tær.
Afi svarar snöggur: Gólf er til að ganga á,
gjarna spara þvotta má.

Og amma gamla þögul honum mat á borðið ber,
og brúnir afa síga: Ég löngu þreyttur er
á þessum steinbít kona. Hún mælir mikið gröm:
ja, matvendnin í þér er alltaf söm!
– Svo er kaffið kalt og rammt,
segir karl, en drekkur meira samt.
Af gömlum vana ömmu matinn þakkar þó
með þýðum kossi. Gamla konan hló.
Og tautar: hve í taugar mér
fer tóbakið í skeggi þér.
Afi hnussar bara: Sú var tíð að svo var ei,
síðan fer hann út – ja svei.

Ég ætla mér að yrkja ljóð um afa minn í dag
og ömmu mínni líka ég helda þennan brag.
Þau eru bæði gömul og góðhjörtuð og blíð,
þó geti milli þeirra hafist stríð.
En oftast hlý og innileg
eru þau og ganga hljóð sinn veg.
Og þau mega daglangt hvort af öðru ekki sjá,
alltaf leiðast þau í kirkju til og frá.
Í augum þeirra ástin býr,
þau elska land sitt, börn og dýr.
Ef í skjól mín heima fýkur, þeirra flý ég til
og þar finn ég þráðan yl.
Þar finn ég þráðan yl.

[af plötunni Hanna Valdís – Tólf ný barnalög]