Trína smalastúlka

Trína smalastúlka
(Lag / texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson / Kristján frá Djúpalæk)

Trína litla tindilfætta
týndi lömbum, sauð og ám.
Ekki gráta, bara bíða.
Bráðum kemur hjörðin fríða
og dillar smáum dindlum.
Og dillar smáum dindlum.

Trína litla tindilfætta,
tók sér lúr við mosastein.
Þarna fagra drauma dreymir:
Drifhvít hjörðin framhjá streymir
og dillar smáum dindlum.
Og dillar smáum dindlum.

Trína litla tindilfætta
tók upp smalaprikið sitt.
Gekk í leit að fé á fjöllum
fann það loks! Af hópnum öllum
þá dottið dindlar höfðu.
Þá dottið dindlar höfðu.

Æpti Trína tindilfætta:
Týndur, horfinn dindill hver.
Flenging hennar hlaut að bíða.
Hvernig skyldi fénu líða
dindils án á degi?
Dindils án á degi?

Trína litla tindilfærr,
týnda dindla aftur fann,
og batt á féð – fegin vaknar.
Fjárhópurinn einskis saknar
og dillar smáum dindlum.
Og dillar smáum dindlum.

[af plötunni Hanna Valdís – Tólf ný barnalög]