Tólf bræður

Tólf bræður
(Lag / texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson / Kristján frá Djúpalæk)

Janúar kemur
með kulda og snjó.
Febrúar málar
frostrós á skjá.
Mars okkur þreytir,
hans þung eru spor.
Apríl er betri
hann boðar oss vor.

Maí gefur lömbunum
lífgrös og skjól.
Júní er hreykinn
með hágenga sól.
Júlí er bestur,
ég bið um hann strax.
Ágúst hann býður
oss ber sín og lax.

September roðnar
með réttir og glaum.
Október sefur
við saknaðardraum.
Nóvember skipar:
Í skólann á ról!
Desember gefur
hin dýrðlegu jól.

[af plötunni Hanna Valdís – Tólf ný barnalög]