Hundurinn hennar Möttu

Hundurinn hennar Möttu
(Lag / texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson / Kristján frá Djúpalæk)

Matthildur á Bakka
á mjög svo geltinn hund.
En þegar hann fær kjötbein
þá þegir hann um stund.
Einn morgun týndist beinið,
þá varð Matta ekki glöð,
því flónið hvutti gelti,
í fjögur ár í röð.

Matta gekk að skápnum
og mat sinn út þar tók.
En hundurinn bara gelti:
Ég heimta ljóðabók.
Matta gekk í kjallarann
og mjöl þar fann í krús.
En hundurinn bara gelti:
Ég heimta steikta mús.

Matta gekk í verslun
og matar keypti föng.
En hundurinn bara gelti:
Ég heimta apasöng.
Matta keypti plötu
fyrir mæðralaunin sín.
En hundurinn bara gelti:
Ég heimta Rínar-vín.

Þá gramdist Möttu loksins
og garminn sló með klút
á snúðinn: Hafðu þetta,
og snautaðu svo út.
Matta gekk að spegli
á meðan hún var ein.
Hvað fann hún þar á hillu
nema fallegt kindabein?

[af plötunni Hanna Valdís – Tólf ný barnalög]