Berjaferð
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)
Addi á Bjargi til berja fór,
berin þau voru svo falleg og stór.
Eitt glansandi, kolsvart, af berjunum bar,
bragðið var slæmt, þetta lambasparð var.
Addi hann skirpir og skolar munn.
Skrýtið hvað greindustu börn eru þunn.
Könguló skreið þar, í kuðung hann hrökk,
kófsveittur, æpandi, heimleiðis stökk.
Mamma hans Adda þar huggar hann:
– Ég hélt þig svo stóran og duglegan mann.
Drengnum hún rjóma og berjaskyr bar,
best er allt heima, svo glaður hann var.
[af plötunni Hanna Valdís – Tólf ný barnalög]