Sumardagur
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)
Mér vekur söng í sinni
hin sumarbjarta tíð.
Og grasið vex og grænkar
um grundir, mó og hlíð.
Ég töðuangan teyga
í túni langan dag,
og hugfangin ég hlusta
á heiðarvindsins brag.
Hann kemur niður dalinn
og kyssir vanga minn
og leikur sér í lokkum
er liðast mér um kinn.
Og kisa mín sig kúrir
í keltunni á mér
í ljúfu mærðarmóki
og mýsnar dreyma fer.
En hitann flúði héppi
og hljóp í kofa sinn.
Í handlegg minn að hnippa
er heimalningurinn.
Ég bý í blómaveröld,
sú blessun er mér veitt
og eiga dýr að annast.
Ég elska þau svo heitt.
[af plötunni Hanna Valdís – Tólf ný barnalög]