Sólin syngur

Sólin syngur
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)

Sólin á himni syngur,
syngur sitt fegursta lag.
Sólin á himni syngur,
sumarið raular sinn brag.
Sólin á himni syngur,
sumarið byrjar í dag.

Sólin okkar sendir geisla,
sælustundir blasa við,
þá er gaman, þá er veisla
því við elskum sumarið.
Og við förum fylktu liði
í fögru veðri út í leik.
Það er sumar, allt á iði
og við leikum hvergi smeyk.

Úti í beði blómin spretta,
birtan ljómar hvar sem er
og ég hugsa‘ um hitt og þetta,
hugsa um að leika mér.
Sólin okkur sendir geisla,
sælustundir blasa við,
þá er gaman, þá er veisla
því við elskum sumarið.

[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]