Allir eru svo góðir

Allir eru svo góðir
(Lag / texti: Hörður Torfason)

Ég ætla upp í himnaríki þegar ég verð stór.
Kannski keyrir pabbi mig. Hann afi þangað fór.
Einn daginn ætlar amma að elta afa minn.
Henni þótti svo óskop vænt um hann. Ég skil það vel, og finn;
því allir eru svo góðir við mig
og ég vera góður við þig.
Ég vil ekki hrekkja aðra,
né að aðrir hrekki mig.
Pabbi og mamma sögðu mér að það væri ljótt að plata þig.

Ég á marga bíla sem pabbi og mamma gáfu mér.
Samt er bíllinn flottastur sem pabbi keypti sér.
Hann kostaði meir en trilljón og er geymdur úti í skúr.
Á sunnudögum fáum við að fara í bíltúr.
Við fórum út að keyra lengst, lengst upp í sveit.
Pabbi sýndi okkur hesta og bændur,
það er svo margt sem hann veit.
Svo fór ég að syngja, inn í baksætið,
þá bað pabbi mömmu að skrúfa fyrir sjónvarpið.

[á plötunni Hörður Torfason – Tabú]