Álfadans [2]
(Lag / texti: Sæmundur Eyjólfsson / Helgi Helgason)
Nú er glatt í hverjum hól,
hátt nú allir kveði.
hinstu nótt um heilög jól,
höldum álfagleði.
viðlag
Fagurt er rökkrið,
við ramman vættasöng
syngjum dátt og dönsum því nóttin er svo löng.
Syngjum dátt og dönsum því nóttin er svo löng.
Kátir ljúflings kveðum lag,
kveðum draumbót snjalla,
kveðum glaðir gýgjarslag,
glatt er nú á hjalla.
viðlag
Veit ég faldafeykir er
fáránlegur slagur
og hann þreyta ætlum vér
áður en rennur dagur.
viðlag
[á fjölmörgum plötum]