Ferðalagið

Ferðalagið
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)

Nú förum við í ferðalag,
við ferðumst nótt sem nýtan dag,
nú förum við í ferðalag,
við förum nokkuð greitt.

Við förum upp í fjallasal
og förum síðan niðrí dal.
Nú förum við í ferðalag,
við ferðumst vítt og breitt.

Við förum upp á fjallsins tind
og förum síðan niðrað lind.
Nú förum við í ferðalag,
við ferðum vítt og breitt.

Við förum upp á fjallsins brún
og förum síðan niðrá tún.
Nú förum við í ferðalag,
við ferðumst vítt og breitt.

[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]