Kisa litla
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)
Kisa situr úti‘ í glugga og segir bara: Mjá.
Núna er hún orðin svöng og fiskinn vill hún fá,
segir: Mjá. Fiskinn fá… já, já, já, já, já, já, já.
Komdu kisa, sæl og fín og sestu nú mér hjá,
ég vil eitthvað færa þér sem þú vilt fá að sjá.
Sestu hjá… fá að sjá… já, já, já, já, já, já, já.
Kisa ég fór langt í dag, já ég fór upp með á,
því ég vildi veiða fisk og fiskinn sá ég þá.
Upp með á… sá ég þá… já, já, já, já, já, já, já.
Eftir nokkuð langa stund tókst mér fisk að fá,
núna hef ég soðið hann og sett hann diskinn á.
Fisk að fá… diskinn á… já, já, já, já, já, já, já.
Kisa borðar matinn sinn og glöð hún malar þá,
svo leggst hún á koddann minn og segir bara: Mjá.
Malar þá… segir: Mjá… já, já, já, já, já, já, já.
Mjá, mjá, mjá, mjá, mjá, mjá, mjá.
[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]