Stafrófið

Stafrófið
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)

A, á, b, d, ð, e, é,
f, g, h, i, í, j, k,
l, m, n, o, ó, p,
r, s, t, u, ú, v, þá:
x, y, og þ og æ,
ö ég síðast nefna fæ.

Stórkostlega stafrófið
svo sterkt það fær að lifa,
það leikur sér ef lærum við
að lesa eða skrifa.

[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]