Hláturfuglinn
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)
Ég hitti um daginn hláturfugl,
í húsi einn hann bjó
og hann sagði gagga-gagga-gó.
Og fuglinn vildi flýta sér
og fara út á sjó.
Og hann hló og hló og hló og hló.
Hann hló agga-gagga-gó,
hann hló agga-gagga-gó,
hann hló og hló og hló og hló
því hann fékk aldrei nóg.
Hann hló agga-gagga-gó,
hann hló agga-gagga-gó,
hann hló og hló og hló og hló
svo hljóp hann niðrað sjó.
Já fuglinn hugðist flýta sér
að fara útá sjó
og hann sagði agga-gagga-gó.
Hann ætlaði víst út á haf
á einum gúmmískó.
Og hann hló og hló og hló og hló.
Hann hló agga-gagga-gó,
hann hló agga-gagga-gó,
hann hló og hló og hló og hló
því hann fékk aldrei nóg.
Hann hló agga-gagga-gó,
hann hló agga-gagga-gó,
hann hló og hló og hló og hló
og hljóp langt útá sjó.
Hann hló agga-gagga-gó,
hann hló agga-gagga-gó,
hann hló og hló og hló og hló
og hljóp langt útá sjó.
[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]