Haltu þér saman

Haltu þér saman
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)

Þú ert of lítill og þú ert of stór,
þú ert of feitur og þú ert of mjór,
þú ert of léttur og þú ert of þungur,
þú ert of gamall og þú ert of ungur.

Við ætlum að segja þér hvernig þú ert
og auðvitað veistu hvað þú getur gert.
Já haltu þér saman aftan og framan ofan
og neðan og þegiðu‘ á meðan.

Þú ert oft hægur og þú ert of hraður,
þú ert of fúll, já og þú ert of glaður,
þú ert of ólíkur, þú ert of líkur,
þú ert of fátækur, þú ert of ríkur.

Þú ert of seinn, já og þú ert of fljótur,
þú ert of fallegur, þú ert of ljótur,
þú ert of lasinn, þú ert of frískur,
þú ert of gjafmildur, þú ert of nískur.

[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]