Mig langar að læra

Mig langar að læra
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)

Mig langar að læra
að lesa og skrifa,
ég vil fá að vita,
ég vil fá að lifa.
Og seinna verð ég stór
þá kvíði ég engu því heiminn ég skil,
ég hlakka svo til, já ég hlakka svo til.

Mig langar að læra
að lita og teikna,
svo langar mig líka
að læra að reikna.
Og seinna verð ég stór,
þá skortir mig ekkret því lítið ég vil,
ég hlakka svo til, já ég hlakka svo til.

Mig langar að leita
að lifandi blómum,
og söngvana syngja
með seiðandi hljómum.
Og seinna verð ég stór
þá dreymir mig drauma um birtu og yl,
ég hlakka svo til, já ég hlakka svo til.

[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]