Ekki æðrast

Ekki æðrast
(Lag / texti: erlent lag / Halldór Gunnarsson)

Í kvöld ég kveð þig um sinn,
kannski skilurðu seinna þankagang minn,
kæra vina mín.

Ég finn að fortíðin liggur á þér
en samt færistu undan að koma með mér,
þú veist samt hvert ég fer.

Þegar augu þín opnast
áttu þess reynslu með mér,
mundu hvað sagði ég þér:

Ekki æðrast, enn er von.

Það hófst eins og hvert annað græskulaust grín,
glaðværar stundir, söngur og vín,
veröldin var mín.

Í kvöld ég kveð þig um sinn,
kannski skilurðu seinna þankagang minn,
kæra vina mín.

Ég kveð þennan tíma
upp á við ég galvaskur fer,
syngur í eyranu á mér:

Ekki æðrast, enn er von.

[af plötunni Pálmi Gunnarsson – Hvers vegna varstu‘ ekki kyrr]