Ef (jam)

Ef (jam)
(Lag / texti: Magnús Kjartansson / Halldór Gunnarsson)

Heyra skaltu hvar ég stæði
ef hyrfir þú,
allt í pati, öðruvísi en nú.
Sól myndi sverta daginn,
sumar um jól,
staðreyndir stíflast,
steinarnir rækju upp gól.

Ósjálfbjarga yrði vatnið
að eldsins bráð,
illgresi í urtapottana sáð.
Klukkurnar trufla tímann
og togarar slá,
sjö tonna trillur
tæta villt um heiðloftinblá.

Ég yrði ljós án birtu,
ljóð án orða og lag án tóns,
plata án fóns,
hún Gunna án Jóns.
Ég yrði regn án vætu,
rok án vinda
eða selur án skers,
sæng án vers
eða rúða án glers.

Ég gengi mér að grafarbakka í gleðileit,
þorskar sæktu um sumarvist upp í sveit.
Sykurinn saltar kaffið,
sviti í bland,
rófurnar ryðga,
regnskýin breytast í sand.

Ég yrði …

[af plötunni Pálmi Gunnarsson – Hvers vegna varstu‘ ekki kyrr]