Lost

Lost
(Lag / texti: erlent lag / Halldór Gunnarsson)

Um mig streymir einhver óskýrð þrá
eignast vildi loftin blá
úthöfin og hin lífríku lönd
listamannsins hönd.

Þú berð sýnist mér þennan draum
þúsund watta straum.
Virkjum saman vorgamla þrá
og verðum ofan á.

Fljúgandi tal mitt er frjálslega meint
því ferð til draumanna gengur seint.
Drífum í þessum drögum ei það,
dönsum nú strax af stað.

Ég finn hann aukast mér smátt og smátt
sælumátt.
En nær þú kemur og nemur við kinn,
hann nálgast draumurinn.

Látlaust tryllir tímans hjól,
tunglið kviknar, hverfur sól
Dolfallinn ég dett á það nú
að draumurinn ert þú.

Ástartaugar iða,
undrastraumar niða,
einskonar kraftaverk.

[af plötunni Pálmi Gunnarsson – Hvers vegna varstu‘ ekki kyrr]