Sendiboðinn hló

Sendiboðinn hló
(Lag / texti: Arnar Sigurbjörnsson / Vilhjálmur frá Skáholti)

Um þig sem átt mig allan
og allir fegra sitt
ég heyrði sögn að sunnan
er særði hjarta mitt
að þú örmum vefðir
og innsta þrá mín dó,
hann sagði mér það sjálfur
sendiboðinn hló.

Og sögnin út í svallið
mitt særða hjarta dró,
ég var sem fugl á flugi
er flýr und valdsins kló,
undan grimmu glotti
ég grét og lenti´ í flakk,
á knæpum sat með sveinum
um svarta nótt og drakk.

Ég hryggur þráði að hafa
í hjarta mínu ró,
reyndi gömlu að gleyma
en gráturinn mig sló.
Þá tók ég gullna glasið
svo gætnum þótti nóg,
ég byggði engar borgir,
ég bara drakk og hló.

Saga mín er sorgin
sönn en blaðafá,
nú á ég aðeins eftir
eina hjartans þrá
að leið í dauðansdalinn
dvelji engin töf,
þunglyndið mig þjakar,
ég þrái mína gröf.

[af plötunni Pálmi Gunnarsson – Hver vegna varstu‘ ekki kyrr]