Filterlaus Kamel blús

Filterlaus Kamel blús
(Lag og texti  Bubbi Morthens)

Viti er minn vegur heillin.
Veistu um litla lús.
Viti er minn vegur heillin,
lungun feiskin fúin
á filterlausum kamel blús.

Nautnin býr í nóttinni
Nautnin er mitt hús
Nautnin býr í nóttinni
Nautnin er mitt hús hjá þér
finn ég friðinn
í filterlausum kamel blús.

Ég daðra við dauðann
drekk eitur úr krús
Ég daðra við dauðann
drekk eitur úr krús
Framtíðin er fortíð mín
á filterlausum kamel blús.

Dagurinn er við dyrnar
dimm ský bakvið hús
Dagurinn er við dyrnar
dökk ský bakvið hús
Nóttin flögrar frá mér
í filterlausum kamel blús.

Sjáðu er Esjan ekki dýrleg
yndisleg og fús
Sjáðu er Esjan ekki dýrleg
yndisleg og fús
Er hún kafar í Faxaflóann
í filterlausum kamel blús.

Svefninn sækir á mig
þó sef ég ekki dúr
Svefninn sækir á mig
þó sef ég ekki dúr
kamel blúsinn kallar
kýldu á mig tryggur og trúr.

[af plötunni Bubbi og Megas – Bláir draumar]